CD-UPPTÖKUR

Söngvar lifandi vatna

Salbjörg Hotz - Kompositionen Compositions Tónverk

Diskurinn inniheldur 24 sönglög. Texti: Báb, Bahá'u'lláh og 'Abdu'l-Bahá. Flytjendur: Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Sigurður Bragason, bariton, Hjörleifur Valsson, fiðla og Salbjörg Hotz, píanó.

 

Heildartími: 72:33. Upptaka: Halldór Víkingsson, Fermata. Gefinn út á Íslandi 2007.

 

Textarnir eru 9 bænir úr ritum bahá'í trúarinnar, 14 hugleiðingar úr bókinni Hulin orð eftir Bahá'u'lláh og ein tilvitnun. Sungið er á íslensku með píanóleik og að hluta með fiðluleik.

Upptökur:

Sönglög af disknum Söngvar lifandi vatna. Flytjendur: Gunnar Guðbjörnsson, tenor, Sigurður Bragason, bariton Salbjörg Hotz, píanó og Hjörleifur Valsson, fiðla.

Sigurður Bragason, bariton og Salbjörg Hotz, píanó

Gunnar Guðbjörnsson, tenor og Salbjörg Hotz, píanó


Sýn af eldi

Salbjörg Hotz - Kompositionen Compositions Tónverk

Diskurinn inniheldur 14 sönglög við ljóð eftir Eðvarð T. Jónsson. Flytjendur: Bergþór Pálsson, bariton, Signý Sæmundsdóttir, sópran og Salbjörg Hotz, píanó.

 

Heildartími: 65:29. Upptaka: Halldór Víkingsson, Fermata FM 019. Gefinn út á Íslandi 2002.

 

Sögusvið sönglaganna er Íran um miðja 19. öld. Ljóðin miðla anda viðburðarása þess tíma, tjá eld þjáninga, hugsjóna og fyrirheita og draga upp myndir af sönnum atburðum.

Upptökur: Sönglög af disknum Sýn af eldi. Flytjendur: Bergþór Pálsson, bariton, Signý Sæmundsdóttir, sópran og Salbjörg Hotz, píanó.

 Úr tónlistargagnrýni eftir Valdemar Pálsson, Morgunblaðið 7. 12. 2002:

 

..."Ljóðin sem lög Salbjargar eru samin við eru úr ljóðabókinni Aldahvörf eftir Eðvarð T. Jónsson sem mörgum er kunnur sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Þetta eru kraftmikil og innihaldsrík ljóð sem fjalla um sögulega atburði sem gerðust í Íran á 19. öld"...

    ..."Athygli vekur píanórödd laganna. Auðheyrilegt er að Salbjörg er píanóleikari sem þekkir hljóðfæri sitt. Píanóröddin en oft hugvitsamlega útfærð og í mörgum laganna litrík og snjöll. Þetta má glöggt heyra í lögum eins og Söngur fanganna, Hin aldna dýrð og Í hafdjúp orðsins. Ekki spillir fyrir ágætur píanómeðleikur tónskáldsins sjálfs.

   Þau Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir flytja lögin af sannfæringu og innileika. Samsöngur þeirra í Brúðkaupinu á torginu er prýðilegur. Björt baritonrödd Bergþórs er falleg, tónmyndun hans er ávallt með ágætum og túlkun smekkvís." 

Öll greinin í heild

 

Frá Bahá'í görðunum á Karmelfjalli í Ísrael
Frá Bahá'í görðunum á Karmelfjalli í Ísrael