Skopteikningarnar urðu til á mörgum árum og atburðirnir eru ekki bundnir við ákveðinn
tíma. Teikningarnar eru vandlega skissaðar skyndimyndir og persónurnar eiga
leiksviðið. Myndirnar endurspegla ákveðnar aðstæður og lýsa einstökum atvikum -
oft sem skálduðum hugmyndum, en einnig sem bláköldum staðreyndum. Atriðin á sviði
hversdagslífsins eru hér einfaldlega „skjalfest“ á opinskáan og jafnvel á óforskammaðan hátt.
Teikningar: Copyright © Salbörg Hotz